Lionel Messi hefur ekkert spilað síðan 10. nóvember en hann kom inná sem varamaður fyrir Andrés Iniesta á 64. mínútu en mínútu áður hafi Cecs Fabregas koomið Barcelona í 2-0 með sínu öðru marki í leiknum.
Messi skoraði tvö síðustu mörkin í leiknum, það fyrra á 90. mínútu og það síðasta á annarri mínútu í uppbótartíma.
Barcelona er þar með komið með annan fótinn í átta liða úrslit keppninnar. Messi fór í meðferð í heimalandi sínu til að ná sér góðum af ítrekuðum tognunum aftan í læri og það er ekki hægt að segja annað en að hann byrji vel eftir meiðslin.

