Segja tvöfalt ofris hafa valdið því að flugmenn misstu stjórn Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. janúar 2014 20:30 Flugsérfræðingar segja að vél Mýflugs gæti hafa ofrisið í beygju sem varð til þess að hún brotlenti við Hlíðarfjallsveg. Bróðir sjúkraflutningamannsins sem lést í slysinu segist bera fullt traust til flugmanna vélarinnar. Flugmennirnir tveir sem stýrðu Beechcraft 200 vélinni TF-MYX þegar hún fórst við Hlíðarfjallsveg voru báðir reyndir flugmenn. Í slysinu létust Pétur Róbert Tryggvason sjúkraflutningamðaur og Páll Steindór Steindórsson flugstjóri. Flugmaðurinn Axel Albert Jensen komst lífs af.Virtir og traustir flugmenn Traust og virðing í garð flugmannanna, Páls Steindórs og Axels, kristallast kannski best í ummælum Rolfs Tryggvasonar sem er sjálfur sjúkraflutningamaður en hann missti bróður sinn, vin og samstarfsfélaga, Pétur Róbert Tryggvason, í slysinu, en hann segir þá hafa verið mikla fagmenn sem hann hafi treyst vel. Aðrir sjúkraflutningamenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa sömu sögu að segja um Axel og Pál. Reyndir og virtir flugmenn sem nutu trausts starfsmanna slökkviliðs Akureyrar. Í bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að þegar TF-MYX hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún „misst hæð.“ Eins og við greindum frá í fréttaskýringu í Íslandi í dag í gærkvöldi var það meðvituð ákvörðun að taka lágflug, eða svokallað low-pass, yfir akstursíþróttabrautina. Óvissa er hins vegar hvað olli slysinu sjálfu í umrætt sinn, þ.e hvers vegna flugmennirnir misstu stjórn á vélinni með þeim afleiðingum að hún fórst. Aldrei barst neyðarkall eða tilkynning um bilun frá vélinni.Ytri þættir ráða hæðarmissiKristján Egilsson er fyrrverandi flugstjóri hjá Icelandair og formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Kristján segir að hæðarmissir í flugi sé vegna ytri utanaðkomandi þátta. Sviptivindar á flugi úti á landi geti orsakað hæðarmissi en hæðarmissir sé alltaf eitthvað sem ekki sé ráðgert, eitthvað óvænt. Það að missa hæð í tungutaki flugmanna felur í sér að einhverjir ytri utanaðkomandi þættir hafi ráðið för. Þegar flugmaður tekur meðvitaða ákvörðun um að lækka flugið þá er vélin sem hann stýrir ekki að „missa hæð.“Tvöfalt ofris Fréttastofan hefur rætt við sérfræðinga í flugi sem hafa skoðað myndbandið af slysinu gaumgæfilega, en enginn þeirra var tilbúinn að koma í viðtal undir nafni. Tveir þeirra fullyrða að það sem hafi átt sér stað þegar TF-MYX brotlenti sé svokallað tvöfalt ofris. TF-MYX er í 70 gráðu halla þegar hún kemur inn í beygju á fyrsta myndaramma í myndbandinu. Séfræðingar sem fréttastofa hefur rætt vegið segja að þá hafi ofrishraði vaxið upp úr öllu valdi og flugvélin hafi ekki ekki haldið hæð við slíkar aðstæður. Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill ekki tjá sig um þessar ályktanir. Skýrsla nefndarinnar á að liggja fyrir síðar á þessu ári, að sögn Þorkels Ágústssonar hjá nefndinni. Á myndbandavefnum YouTube er til myndband sem sýnir vélar lenda í nákvæmlega þessu, tvöföldu ofrisi sem þar er nefnt með hinu ósmekklega heiti „graveyard stall.“ Sjá fréttaskýringu um flugslysið við Hlíðarfjallsveg sem birtist í Íslandi í dag. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Flugsérfræðingar segja að vél Mýflugs gæti hafa ofrisið í beygju sem varð til þess að hún brotlenti við Hlíðarfjallsveg. Bróðir sjúkraflutningamannsins sem lést í slysinu segist bera fullt traust til flugmanna vélarinnar. Flugmennirnir tveir sem stýrðu Beechcraft 200 vélinni TF-MYX þegar hún fórst við Hlíðarfjallsveg voru báðir reyndir flugmenn. Í slysinu létust Pétur Róbert Tryggvason sjúkraflutningamðaur og Páll Steindór Steindórsson flugstjóri. Flugmaðurinn Axel Albert Jensen komst lífs af.Virtir og traustir flugmenn Traust og virðing í garð flugmannanna, Páls Steindórs og Axels, kristallast kannski best í ummælum Rolfs Tryggvasonar sem er sjálfur sjúkraflutningamaður en hann missti bróður sinn, vin og samstarfsfélaga, Pétur Róbert Tryggvason, í slysinu, en hann segir þá hafa verið mikla fagmenn sem hann hafi treyst vel. Aðrir sjúkraflutningamenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa sömu sögu að segja um Axel og Pál. Reyndir og virtir flugmenn sem nutu trausts starfsmanna slökkviliðs Akureyrar. Í bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að þegar TF-MYX hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún „misst hæð.“ Eins og við greindum frá í fréttaskýringu í Íslandi í dag í gærkvöldi var það meðvituð ákvörðun að taka lágflug, eða svokallað low-pass, yfir akstursíþróttabrautina. Óvissa er hins vegar hvað olli slysinu sjálfu í umrætt sinn, þ.e hvers vegna flugmennirnir misstu stjórn á vélinni með þeim afleiðingum að hún fórst. Aldrei barst neyðarkall eða tilkynning um bilun frá vélinni.Ytri þættir ráða hæðarmissiKristján Egilsson er fyrrverandi flugstjóri hjá Icelandair og formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Kristján segir að hæðarmissir í flugi sé vegna ytri utanaðkomandi þátta. Sviptivindar á flugi úti á landi geti orsakað hæðarmissi en hæðarmissir sé alltaf eitthvað sem ekki sé ráðgert, eitthvað óvænt. Það að missa hæð í tungutaki flugmanna felur í sér að einhverjir ytri utanaðkomandi þættir hafi ráðið för. Þegar flugmaður tekur meðvitaða ákvörðun um að lækka flugið þá er vélin sem hann stýrir ekki að „missa hæð.“Tvöfalt ofris Fréttastofan hefur rætt við sérfræðinga í flugi sem hafa skoðað myndbandið af slysinu gaumgæfilega, en enginn þeirra var tilbúinn að koma í viðtal undir nafni. Tveir þeirra fullyrða að það sem hafi átt sér stað þegar TF-MYX brotlenti sé svokallað tvöfalt ofris. TF-MYX er í 70 gráðu halla þegar hún kemur inn í beygju á fyrsta myndaramma í myndbandinu. Séfræðingar sem fréttastofa hefur rætt vegið segja að þá hafi ofrishraði vaxið upp úr öllu valdi og flugvélin hafi ekki ekki haldið hæð við slíkar aðstæður. Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill ekki tjá sig um þessar ályktanir. Skýrsla nefndarinnar á að liggja fyrir síðar á þessu ári, að sögn Þorkels Ágústssonar hjá nefndinni. Á myndbandavefnum YouTube er til myndband sem sýnir vélar lenda í nákvæmlega þessu, tvöföldu ofrisi sem þar er nefnt með hinu ósmekklega heiti „graveyard stall.“ Sjá fréttaskýringu um flugslysið við Hlíðarfjallsveg sem birtist í Íslandi í dag.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent