Barcelona mætir þá Elche í spænsku úrvalsdeildinni og þarf að vinna leikinn til að endurheimta toppsætið af Atletico Madrid. Gerardo Martino, þjálfari Barcelona, tilkynnti það í dag að Messi verði ekki í hópnum á morgun.
Messi hefur tekið þátt í þremur æfingum liðsins síðan að hann snéri aftur frá Argentínu og skoraði meðal annars þrennu í æfingaleik á föstudaginn.
„Ég er mjög ánægður með stöðuna á honum. Hann er sterkur líkamlega og er að sýna gamla takta á æfingunum. Ef hann heldur áfram á þessari braut og með sama sjálfstraust þá munum við sjá aftur þann Messi sem allir muna eftir," sagði Gerardo Martino á blaðamannafundi.
Messi hefur tognað aftur og aftur aftan í læri síðan undir lok síðasta tímabils og hefur ekkert spilað síðan um miðjan nóvember.
