Sport

Gætu spilað í um 50 stiga frosti

Þessum stuðningsmanni Green Bay var kalt á síðasta leik.
Þessum stuðningsmanni Green Bay var kalt á síðasta leik. nordicphotos/getty
Veðurspáin fyrir leik Green Bay Packers og San Francisco 49ers í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á sunnudag er vægast sagt ekki góð. Von er á svo köldu veðri að því er spáð að þetta gæti orðið mesti kuldaleikur í sögu deildarinnar. Hefur oft verið spilað í miklum kulda í deildinni en þarna verða jafnvel slegin öll met.

Sá kaldasti hingað til fór fram árið 1982 er San Diego sótti Cincinnati heim. Þá var hitastigið mínus 22 gráður en með vindkælingu fór hitastigið niður í mínus 38 gráður.

Spáin fyrir leikinn á sunnudag hljóðar upp á mínus 20 gráður en með vindkælingu fer hitastigið niður í mínus 46 gráður, takk fyrir.

Það er alltaf uppselt á leiki í Green Bay en síðustu miðarnir á þennan leik seldust í dag enda verður það óðs manns æði að sitja í fjóra klukkutíma úti í þessum kulda án þess að hreyfa sig.

Í NFL-deildinni er spilað í öllum veðrum en tekin hlé ef eldingar ógna öryggi leikmanna og áhorfenda. Þetta verður því eitthvað að sjá á sunnudag.

Aðstæður ættu að henta heimamönnum í Green Bay betur þó svo þeir séu ekki vanir þetta miklum kulda. Leikmenn San Francisco eru vanir að spila í sólarsamba á sínum heimavelli.

Bjórinn fraus á síðasta heimaleik Green Bay. Hann mun gera það aftur á sunnudag.nordicphotos/getty
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×