Menning

Mary Poppins enn fyrir fullu húsi

Fjölmargir standa að sýningunni
Fjölmargir standa að sýningunni Mynd/Borgarleikhúsið
Mary Poppins hefur sett nýtt aðsóknarmet í 117 ára sögu Leikfélags Reykjavíkur – yfir 64.000 gestir. Sýningartímibil Mary Poppins hefur þegar verið framlengt en samningar gerðu ráð fyrir að hætt yrði sýningum í lok árs 2013.

Söngleikurinn er flóknasta og viðamesta uppsetning Borgarleikhússins til þessa

Jeppi á Fjalli flyst yfir á stærra svið í Gamla bíó til að anna eftirspurn og verður sýnt þar út janúar. Þessi grimmi gamanleikur Holbergs hefur slegið rækilega í gegn í haust en uppselt hefur verið á 57 sýningar verksins á Nýja sviði Borgarleikhússins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×