Enski boltinn

Murray hóf árið á tapi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Murray á mótinu í Katar.
Murray á mótinu í Katar. Nordic Photos / Getty
Andy Murray byrjaði nýtt ár á því að tapa heldur óvænt fyrir Þjóðverjanum Florian Mayer á móti í Katar í gær.

Murray er enn að ná fyrri styrk eftir að hann gekkst undir aðgerð á baki. Hann missti af stórum hluta síðasta árs vegna meiðslanna en vann engu að síður Wimbledon-mótið í júlí síðastliðnum.

Hann er nú eins og flestir bestu tenniskappar heims að undirbúa sig fyrir opna ástralska meistaramótið í tennis sem hefst síðar í mánuðinum.

„Ég er svolítið stífur en það mátti búast við því,“ sagði Murray. „Vandamálið eru frekar í liðunum en vöðvunum sjálfum. Ég þarf að venjast því að spila í þessum gæðaflokki á ný,“ sagði Murray eftir tapið í gær.

„Ég er lítið búinn að spila og því eru væntingarnar í lágmarki. Ég hef nú tapað tveimur leikjum en hef þó sloppið við ný meiðsli.“

Opna ástralska hefst þann 13. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×