Reynir segist hafa fengið „ógeðfelld símtöl“ frá Hönnu Birnu Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2014 15:33 Reynir fullyrðir að Hanna Birna hafi reynt að stöðva fréttaflutning DV og hafa áhrif á fréttaskrif með því að veitast óbeint að blaðamönnum. Vísir greindi í dag frá væringum sem uppi eru milli Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, og Reynis Traustasonar ritstjóra DV. Þórey segist aldrei hafa fengið jafn ógeðfellt símtal á sínum ferli, frá Reyni en hún segir hann hafa hótað sér. „Alveg rétt að ég hringdi og ég var hvass en hún var að tala um að við værum að reyna að koma höggi á Hönnu Birnu. Svo er ekki. Við erum ekki reknir áfram af neinni pólitík í þessu máli. Nema pólitík litla mannsins. Þar slá hjörtu DV-manna,“ segir Reynir. Ritstjórinn segir að fyrst Þórey hafi nú upplýst um samtal þeirra milli þeirra tveggja sé best að hann segi þá frá ýmsum símtölum sem hann hefur fengið frá ráðuneytisfólki og ráðherra: „Ég hef fengið mörg símtöl frá þeim. Ég fékk símtal frá ráðherranum sjálfum sem ástæða er til að tala um. Fórnarlömbin í þessu máli eru ekki endilega þau sem fá símtölin. Þarna var ráðherrann að reyna að koma í veg fyrir og hafa áhrif á fréttaskrif þeirra Jóhanns Páls Jóhannssonar og Jóns Bjarka Magnússonar,“ segir Reynir og er hér að tala um fréttir þeirra af málum hælisleitandans Tony Omos. „Ég gat því miður ekki orðið við því. Þau hafa beitt þrýstingi til að hafa áhrif á umfjöllun. Hanna Birna hefur ekkert svarað þeim Jóhanni né Jóni Bjarka þegar þeir hafa góðfúslega verið beðið hana um viðtal en svo hringir hún í mig og hefur á þeim ýmsar skoðanir. Þessi símtöl hafa verið mjög ógeðfelld. Afar ógeðfellt að fá símtöl þar sem maður er beðinn um að hræra í blaðamönnum með mjög ósæmilegum hætti og gefa til kynna að þeir séu einhverjir gallagripir. Ráðherra á bara að svara. Það er búið að setja síu á þetta, öll símtöl fara fram í gegnum spunadoktorinn Jóhann Tómasson,“ segir Reynir og á þar við hinn aðstoðarmann Hönnu Birnu. Reynir segist ekki átta sig á því hver verði hugsanlega næstu skref þessa máls. „Ég veit að ráðherrann stendur mjög tæpt, aðstoðarmennirnir standa mjög tæpt og þetta er orðin illbærileg staða fyrir þau. Þess vegna reyna þau að ganga inn í hlutverk fórnarlambsins. Það er til að drepa málinu á dreif, lekann, sem er á forræði Hönnu Birnu. Ég er að verja þessa blaðamenn fyrir ofríki ráðherrans. Það er mitt hlutverk í þessu máli, að þeir fái að skrifa af heilindum án þess að vera truflaðir af annarlegum pólitískum sjónarmiðum.“ Lekamálið Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Vísir greindi í dag frá væringum sem uppi eru milli Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, og Reynis Traustasonar ritstjóra DV. Þórey segist aldrei hafa fengið jafn ógeðfellt símtal á sínum ferli, frá Reyni en hún segir hann hafa hótað sér. „Alveg rétt að ég hringdi og ég var hvass en hún var að tala um að við værum að reyna að koma höggi á Hönnu Birnu. Svo er ekki. Við erum ekki reknir áfram af neinni pólitík í þessu máli. Nema pólitík litla mannsins. Þar slá hjörtu DV-manna,“ segir Reynir. Ritstjórinn segir að fyrst Þórey hafi nú upplýst um samtal þeirra milli þeirra tveggja sé best að hann segi þá frá ýmsum símtölum sem hann hefur fengið frá ráðuneytisfólki og ráðherra: „Ég hef fengið mörg símtöl frá þeim. Ég fékk símtal frá ráðherranum sjálfum sem ástæða er til að tala um. Fórnarlömbin í þessu máli eru ekki endilega þau sem fá símtölin. Þarna var ráðherrann að reyna að koma í veg fyrir og hafa áhrif á fréttaskrif þeirra Jóhanns Páls Jóhannssonar og Jóns Bjarka Magnússonar,“ segir Reynir og er hér að tala um fréttir þeirra af málum hælisleitandans Tony Omos. „Ég gat því miður ekki orðið við því. Þau hafa beitt þrýstingi til að hafa áhrif á umfjöllun. Hanna Birna hefur ekkert svarað þeim Jóhanni né Jóni Bjarka þegar þeir hafa góðfúslega verið beðið hana um viðtal en svo hringir hún í mig og hefur á þeim ýmsar skoðanir. Þessi símtöl hafa verið mjög ógeðfelld. Afar ógeðfellt að fá símtöl þar sem maður er beðinn um að hræra í blaðamönnum með mjög ósæmilegum hætti og gefa til kynna að þeir séu einhverjir gallagripir. Ráðherra á bara að svara. Það er búið að setja síu á þetta, öll símtöl fara fram í gegnum spunadoktorinn Jóhann Tómasson,“ segir Reynir og á þar við hinn aðstoðarmann Hönnu Birnu. Reynir segist ekki átta sig á því hver verði hugsanlega næstu skref þessa máls. „Ég veit að ráðherrann stendur mjög tæpt, aðstoðarmennirnir standa mjög tæpt og þetta er orðin illbærileg staða fyrir þau. Þess vegna reyna þau að ganga inn í hlutverk fórnarlambsins. Það er til að drepa málinu á dreif, lekann, sem er á forræði Hönnu Birnu. Ég er að verja þessa blaðamenn fyrir ofríki ráðherrans. Það er mitt hlutverk í þessu máli, að þeir fái að skrifa af heilindum án þess að vera truflaðir af annarlegum pólitískum sjónarmiðum.“
Lekamálið Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira