Messi skoraði einnig tvö mörk í fyrri leiknum í síðustu viku þá eftir að hafa komið inná sem varamaður í fyrsta leik sínum eftir tveggja mánaða fjarveru vegna meiðsla.
Barcelona vann þar með 6-0 samanlagt og mætir Levante í átta liða úrslitum keppninnar.
Messi skoraði fyrra markið sitt í kvöld á 44. mínútu eftir sendingu frá Cristian Tello en seinna markið hans var síðan af betri gerðinni. Messi skoraði það eftir að hafa sloppið framhjá fjórum varnarmönnum Getafe-liðsins.
Neymar meiddist á ökkla í fyrri hálfleik og þurfti að fara útaf en meiðsli Brasilíumannsins gætu verið alvarleg.
Í átta liða úrslitum spænska bikarsins, sem eru tveir leikir heima og að heiman mætast: Barcelona - Levante, Real Sociedad - Racing Santander, Espanyol -Real Madrid og Atletico Madrid - Atheltic Bilbao.

