Landeigendur við Geysi halda fast í áform um gjaldtöku Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2014 12:57 Landeigendur við Geysi segja álit umhverfis- og auðlindaráðuneytis um að gjaldheimta Landeigendafélagsins við Geysi yrði ólögleg ekki breyta neinu um þeirra afstöðu. vísir/vilhelm Landeigendur við Geysi halda fast við áætlanir sínar um gjaldtöku á svæðinu þrátt fyrir það álit sérfræðinga umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að slík gjaldheimta væri ólögleg. Talsmaður landeigenda segir ekki ganga að aðrir selji ferðir á geyissvæðið á kostnað landeigenda sem beri mikinn kostnað af rekstri svæðisins. Landeigendafélagið Geysir ehf. tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum að það hyggðist taka upp gjaldheimtu á Geysissvæðinu til að standa undir kostnaði við rekstur þess og nauðsynlega uppbyggingu. Garðar Eiríksson talsmaður félagsins hefur sagt að félagið hafi ekki trú á fyrirhuguðum náttúrupassa stjórnvalda. En nú hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið sent félaginu bréf og greint frá því að innheimta gjaldsins yrði ólögleg, þar sem landið sé að stórum hluta í eigu ríkisins, þar með hverirnir. „Þetta í sjálfu sér breytir engu um okkar afstöðu. Við höfum átt samræður við ráðherra, bæði Sigurð Inga og Ragnheiði Elínu um þessi mál á liðnu ári og þetta bréf sem tók einhverja fjóra mánuði að skrifa breytir engu,“ segir Garðar. Ekki sé hægt að láta einstaklinga blæða út fjárhagslega svo aðrir geti hagnýtt eignir þeirra. „Og ef ríkið getur ekki séð sóma sinn í því að koma að máli við okkur, sem við höfum marg boðið, þá eigum við ekki margra kosta völ,“ bætir Garðar við.En er það ekki rétt að ríkið á þarna hveri og stórt landssvæði og væruð þið þá ekki að rukka inn á land í ríkiseign?„Í fyrsta lagi er nú fyrirvari á fullri eign ríkisins á þessu tiltekna svæði,“ segir Garðar. Og í öðru lagi sé um að ræða óskipta sameign á vatni og hitakerfi og rukkað yrði inn fyrir þá hlutdeild sem landeigendur eigi í svæðinu. „Við eigum náttúrlega þarna meirihluta og eins og ég segi; við erum marg búin að bjóða ríkinu til samtals og leggja upp ýmsar hugmyndir en það er eins og að tala við vegginn,“ segir Garðar. Innheimta gjaldsins hefjist bráðlega, enda bráðnauðsynlegt að ráðast í uppbyggingu á svæðinu til að þjóna þeim mikla fjölda ferðamanna sem komi á Geysi á hverju ári. „Við viljum reka þetta svæði með sóma. Hafa þarna þjónustu við þann fjölda af gestum sem okkur heimsækja og viljum takast á við þetta verkefni af metnaði og með stolti,“ segir Garðar. Aðstæður á svæðinu séu óviðunandi eins og ástandið sé í dag. Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Sjá meira
Landeigendur við Geysi halda fast við áætlanir sínar um gjaldtöku á svæðinu þrátt fyrir það álit sérfræðinga umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að slík gjaldheimta væri ólögleg. Talsmaður landeigenda segir ekki ganga að aðrir selji ferðir á geyissvæðið á kostnað landeigenda sem beri mikinn kostnað af rekstri svæðisins. Landeigendafélagið Geysir ehf. tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum að það hyggðist taka upp gjaldheimtu á Geysissvæðinu til að standa undir kostnaði við rekstur þess og nauðsynlega uppbyggingu. Garðar Eiríksson talsmaður félagsins hefur sagt að félagið hafi ekki trú á fyrirhuguðum náttúrupassa stjórnvalda. En nú hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið sent félaginu bréf og greint frá því að innheimta gjaldsins yrði ólögleg, þar sem landið sé að stórum hluta í eigu ríkisins, þar með hverirnir. „Þetta í sjálfu sér breytir engu um okkar afstöðu. Við höfum átt samræður við ráðherra, bæði Sigurð Inga og Ragnheiði Elínu um þessi mál á liðnu ári og þetta bréf sem tók einhverja fjóra mánuði að skrifa breytir engu,“ segir Garðar. Ekki sé hægt að láta einstaklinga blæða út fjárhagslega svo aðrir geti hagnýtt eignir þeirra. „Og ef ríkið getur ekki séð sóma sinn í því að koma að máli við okkur, sem við höfum marg boðið, þá eigum við ekki margra kosta völ,“ bætir Garðar við.En er það ekki rétt að ríkið á þarna hveri og stórt landssvæði og væruð þið þá ekki að rukka inn á land í ríkiseign?„Í fyrsta lagi er nú fyrirvari á fullri eign ríkisins á þessu tiltekna svæði,“ segir Garðar. Og í öðru lagi sé um að ræða óskipta sameign á vatni og hitakerfi og rukkað yrði inn fyrir þá hlutdeild sem landeigendur eigi í svæðinu. „Við eigum náttúrlega þarna meirihluta og eins og ég segi; við erum marg búin að bjóða ríkinu til samtals og leggja upp ýmsar hugmyndir en það er eins og að tala við vegginn,“ segir Garðar. Innheimta gjaldsins hefjist bráðlega, enda bráðnauðsynlegt að ráðast í uppbyggingu á svæðinu til að þjóna þeim mikla fjölda ferðamanna sem komi á Geysi á hverju ári. „Við viljum reka þetta svæði með sóma. Hafa þarna þjónustu við þann fjölda af gestum sem okkur heimsækja og viljum takast á við þetta verkefni af metnaði og með stolti,“ segir Garðar. Aðstæður á svæðinu séu óviðunandi eins og ástandið sé í dag.
Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Sjá meira