Ráðherrann engin súkkulaðikleina Brjánn Jónasson skrifar 14. janúar 2014 13:35 Katrín Julíusdóttir spurði Ragnheiði Elínu Árnadóttur um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Vísir/GVA „Mér dettur ekki í hug að segja að hæstvirtur ráðherra sé súkkulaðikleina,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag. Þar hafði hún spurt Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra um áform hennar um að funda um ákvæði laga um að hvort kyn skuli ekki vera undir 40 prósentum stjórnarmanna stærri fyrirtækja. Hún vísaði í orð Ragnheiðar á Alþingi þegar lögin voru samþykkt. Þá sagði hún: „Þrátt fyrir að vera mikill jafnréttissinni vil ég ekki sjá það að ég fái sæti í stjórn eða þingsæti eða hvað það sem ég er að sækjast eftir eingöngu á grundvelli þess að ég er kona. Mér finnst það vera það sem við í Keflavík kölluðum að vera súkkulaðikleina.“ Katrín benti á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi sagt við myndun ríkisstjórnarinnar að hann myndi tryggja að konur yrðu helmingur ráðherra flokksins. Þrátt fyrir það detti henni ekki í hug að kalla Ragnheiði Elínu súkkulaðikleinu. Katrín vísaði í umfjöllun Fréttablaðsins og Vísis um að konum í stjórnum fyrirtækja hafi fjölgað úr 22 prósentum í 23 prósent á síðasta rúmu ári. Hún spurði Ragnheiði í því samhengi hvort hún teldi að þær konur sem hafi tekið sæti í stjórnum frá því lögin tóku gili væru súkkulaðikleinur, og hvort endurskoða þyrfti lögin vegna þess að þessar súkkulaðikleinur væru nú komnar inn í stjórnirnar. Ragnheiður svaraði þeirri spurningu ekki beint, en ítrekaði það sem fram kom í Fréttablaðinu í dag að ekki stæði til að endurskoða lögin. Hún sagði að til standi að halda fund í næstu viku þar sem rætt verði um kosti og galla laganna, en engin ákvörðun hafi verið tekin um að breyta þeim. Ragnheiður sagði að henni hefði sjálfri verið í lófa lagið að koma í veg fyrir að lögin tækju gildi síðasta haust, en hún hafi ekki gert það. Þess í stað hafi hún rætt við fólk í viðskiptalífinu sem hafi viljað gefa lögunum tíma, og það hafi hún gert. Nú sé spurning hvort eitthvað þurfi að laga. Ekki standi til að breyta lögunum á vorþinginu heldur eigi að skoða málið í rólegheitum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
„Mér dettur ekki í hug að segja að hæstvirtur ráðherra sé súkkulaðikleina,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag. Þar hafði hún spurt Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra um áform hennar um að funda um ákvæði laga um að hvort kyn skuli ekki vera undir 40 prósentum stjórnarmanna stærri fyrirtækja. Hún vísaði í orð Ragnheiðar á Alþingi þegar lögin voru samþykkt. Þá sagði hún: „Þrátt fyrir að vera mikill jafnréttissinni vil ég ekki sjá það að ég fái sæti í stjórn eða þingsæti eða hvað það sem ég er að sækjast eftir eingöngu á grundvelli þess að ég er kona. Mér finnst það vera það sem við í Keflavík kölluðum að vera súkkulaðikleina.“ Katrín benti á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi sagt við myndun ríkisstjórnarinnar að hann myndi tryggja að konur yrðu helmingur ráðherra flokksins. Þrátt fyrir það detti henni ekki í hug að kalla Ragnheiði Elínu súkkulaðikleinu. Katrín vísaði í umfjöllun Fréttablaðsins og Vísis um að konum í stjórnum fyrirtækja hafi fjölgað úr 22 prósentum í 23 prósent á síðasta rúmu ári. Hún spurði Ragnheiði í því samhengi hvort hún teldi að þær konur sem hafi tekið sæti í stjórnum frá því lögin tóku gili væru súkkulaðikleinur, og hvort endurskoða þyrfti lögin vegna þess að þessar súkkulaðikleinur væru nú komnar inn í stjórnirnar. Ragnheiður svaraði þeirri spurningu ekki beint, en ítrekaði það sem fram kom í Fréttablaðinu í dag að ekki stæði til að endurskoða lögin. Hún sagði að til standi að halda fund í næstu viku þar sem rætt verði um kosti og galla laganna, en engin ákvörðun hafi verið tekin um að breyta þeim. Ragnheiður sagði að henni hefði sjálfri verið í lófa lagið að koma í veg fyrir að lögin tækju gildi síðasta haust, en hún hafi ekki gert það. Þess í stað hafi hún rætt við fólk í viðskiptalífinu sem hafi viljað gefa lögunum tíma, og það hafi hún gert. Nú sé spurning hvort eitthvað þurfi að laga. Ekki standi til að breyta lögunum á vorþinginu heldur eigi að skoða málið í rólegheitum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira