Viðskipti innlent

Ársskýrsla leigjendaaðstoðarinnar komin út

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Leigjendaaðstoð bárust 1.467 erindi á árinu 2013, samkvæmt ársskýrslu Leigjendaaðstoðarinnar. Flest erindanna vörðuðu álitaefni sem snúa að ástandi og viðhaldi leigueignar og uppsögn leigusamnings.

Nánari tölfræðilega útlistun þeirra erinda má sjá í skýrslunni auk upplýsinga um önnur verkefni sem Leigjendaaðstoðin sinnir. Auk þess að svara erindum leigjenda heldur aðstoðin til að mynda úti heimasíðunni leigjendur.is.

„þar er að finna fróðleik um réttindi og skyldur leigjenda auk erinda og umsagna sem Leigjendaaðstoðin sendir frá sér,“ segir í fréttatilkynningu frá Leigjendaaðstoðinni. Í skýrslunni er einnig að finna nokkur dæmi um algengar spurningar frá leigjendum auk dæma um mál sem farið hafa fyrir kærunefnd húsamála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×