Innlent

Ölvaður flugdólgur rekinn frá borði

Þorgils Jónsson skrifar
Erlendur karlmaður um fimmtugt var fjarlægður úr flugvél Norwegian Air við Flugstöð Leifs Eiríkssonar um hádegisbil í gær vegna drykkjuláta.
Erlendur karlmaður um fimmtugt var fjarlægður úr flugvél Norwegian Air við Flugstöð Leifs Eiríkssonar um hádegisbil í gær vegna drykkjuláta. Vísir/Anton
Erlendur karlmaður um fimmtugt var fjarlægður úr flugvél Norwegian Air við Flugstöð Leifs Eiríkssonar um hádegisbil í gær vegna drykkjuláta. Flugvélin var á leið til Osló.

Í tilkynningu frá Lögreglunni Suðurnesjum segir að áhöfnin hafi kallað til aðstoðar þar sem maðurinn hafi verið með dónaskap og dólgslæti við flugfreyjur. Því hafi flugstjóri ákveðið að hann fengi ekki að ferðast áfram.  Talsmaður lögreglu sagði í samtali við Vísi að ekki hafi gerst þörf á valdbeitingu til að koma manninum frá borði.

Þegar áfengisvíman var runnin af manninum síðar í gær fékk hann að fara með öðru flugfélagi til Oslóar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×