Blount fór illa með Luck og félaga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2014 11:33 Blount fór fyrir Patriots í nótt. Mynd/AP New England Patriots og Seattle Seahawks tryggðu sér sæti í úrslitaleikjum sinna deilda í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt.Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var aldrei þessu vant í aukahlutverki í 43-22 sigri sinna manna á Indianapolis Colts á heimavelli. Patriots skoruðu sex snertimörk í leiknum en hlaupararnir LaGarrette Blount og Steven Ridley sáu um að skora þau öll. Þar af var Blount með fjögur en hann hefur verið magnaður síðustu vikurnar með Patriots. „Þegar ég fæ pláss til að hlapua þá verða þeir að elta mig. Ef þeir ná mér þá ná þeir mér. Ef ekki, þá ekki. Yfirleitt ná þeir mér ekki,“ sagði Blount eftir leikinn í nótt. Fyrstu þrjú snertimörkin hans voru eftir stutt hlaup en það fjórða var 73 jarda langt.Andrew Luck, leikstjórnandi Colts, fór á kostum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um síðustu helgi. Hans lið lenti þá 28 stigum undir gegn Kansas City Chiefs en Luck fór fyrir ótrúlegri endurkomu og tryggði Colts sigur. En ekkert slíkt var upp á teningnum í nótt enda Patriots einfaldlega betri aðilinn að þessu sinni.Marshawn Lynch tryggði Seattle sigur með snertimarki í fjórða leikhluta.Mynd/APÍ fyrri leik gærdagsins lenti Seattle Seahawks ekki í teljandi vandræðu með New Orleans Saints, 23-15. Leikurinn fór fram í miklu roki og rigningu í Seattle og var lítið kastað í leiknum. Marshawn Lynch, hlaupari Seattle, fór mikinn og skoraði tvívegis. Saints skoraði ekki fyrr en í þriðja leikhluta og Drew Brees, leikstjórnandi liðsins, náði sér aldrei á strik gegn öflugum varnarleik heimamanna. Seattle mætir sigurvegaranum úr leik San Francisco 49ers og Carolina Panthers sem mætast klukkan 18.05 í kvöld. Denver Broncos og San Diego Chargers eigast svo við klukkan 21.40 og keppast um að leika gegn New Englands Patriots um næstu helgi. NFL Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Sjá meira
New England Patriots og Seattle Seahawks tryggðu sér sæti í úrslitaleikjum sinna deilda í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt.Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var aldrei þessu vant í aukahlutverki í 43-22 sigri sinna manna á Indianapolis Colts á heimavelli. Patriots skoruðu sex snertimörk í leiknum en hlaupararnir LaGarrette Blount og Steven Ridley sáu um að skora þau öll. Þar af var Blount með fjögur en hann hefur verið magnaður síðustu vikurnar með Patriots. „Þegar ég fæ pláss til að hlapua þá verða þeir að elta mig. Ef þeir ná mér þá ná þeir mér. Ef ekki, þá ekki. Yfirleitt ná þeir mér ekki,“ sagði Blount eftir leikinn í nótt. Fyrstu þrjú snertimörkin hans voru eftir stutt hlaup en það fjórða var 73 jarda langt.Andrew Luck, leikstjórnandi Colts, fór á kostum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um síðustu helgi. Hans lið lenti þá 28 stigum undir gegn Kansas City Chiefs en Luck fór fyrir ótrúlegri endurkomu og tryggði Colts sigur. En ekkert slíkt var upp á teningnum í nótt enda Patriots einfaldlega betri aðilinn að þessu sinni.Marshawn Lynch tryggði Seattle sigur með snertimarki í fjórða leikhluta.Mynd/APÍ fyrri leik gærdagsins lenti Seattle Seahawks ekki í teljandi vandræðu með New Orleans Saints, 23-15. Leikurinn fór fram í miklu roki og rigningu í Seattle og var lítið kastað í leiknum. Marshawn Lynch, hlaupari Seattle, fór mikinn og skoraði tvívegis. Saints skoraði ekki fyrr en í þriðja leikhluta og Drew Brees, leikstjórnandi liðsins, náði sér aldrei á strik gegn öflugum varnarleik heimamanna. Seattle mætir sigurvegaranum úr leik San Francisco 49ers og Carolina Panthers sem mætast klukkan 18.05 í kvöld. Denver Broncos og San Diego Chargers eigast svo við klukkan 21.40 og keppast um að leika gegn New Englands Patriots um næstu helgi.
NFL Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Sjá meira