Erlent

Mun fara fram hjá þinginu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP Images
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hélt fimmtu stefnuræðu sína í nótt í þinghúsi landsins þar sem hann bað þingið um að hjálpa til við byggja upp framtíð Bandaríkjamanna og ekki búa til nýjar deilur. Í ræðu sinni sagði Obama að deilur í Washington um umfang ríkisrekstursins hafi dregið úr trúverðugleika Bandaríkjanna og komið í veg fyrir eðlilega starfsemi yfirvalda.

Forsetinn sagði að þar sem honum væri mögulegt að taka skref til frekari uppbyggingar án löggjafar frá þinginu, myndi hann gera það.

Hann talaði um að setja fram tilskipun um að hækka lágmarkslaun hjá verktökum ríkisins og bað þingið um að hækka lágmarkslaun allra opinberra starfsmanna. Á síðasta ári bað hann þingið um að hækka lágmarkslaun opinberra starfsmanna um minni upphæð en hann bað nú, en þingið hefur ekki gert það.

Obama biðlaði til þingsins um að samþykkja ný innflytjendalög, sem myndu gera ellefu milljónum manns, sem búa í Bandaríkjunum ólöglega, kleyft að öðlast ríkisborgararétt. Einnig fór hann fram á að þingið myndi setja nýjar reglugerðir staðla um eldsneytisnýtingu bifreiða og draga úr mengun.

Hann vill einnig draga úr notkun dróna í erlendum löndum og yfirfara eftirlitskerfi Bandaríkjanna til að endurvekja traust borgara. Þá vill hann að þingið taki af bann við lokun Guantanamo fangelsisins. Einnig vill hann ræða við Íran um kjarnorkusamning og boða frekari refsiaðgerðir gegn landinu ef samræður virka ekki.

Forsetinn fjallaði um margt annað í ræðu sinni sem hægt er að sjá hér að neðan. Barack Obama stígur í pontu þegar um 19 mínútur eru liðnar af myndbandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×