Erlent

„Ég hendi þér fram af helv... svölunum!“

Þorgils Jónsson skrifar
Michael Grimm, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana á Bandaríkjaþingi, brást ókvæða við því þegar sjónvarpsfréttamaður spurði hann út í ásakanir um misferli í fjármögnun framboðs hans.
Michael Grimm, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana á Bandaríkjaþingi, brást ókvæða við því þegar sjónvarpsfréttamaður spurði hann út í ásakanir um misferli í fjármögnun framboðs hans.
Michael Grimm, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana á Bandaríkjaþingi, brást ókvæða við því þegar sjónvarpsfréttamaðurinn Michael Scotto spurði hann í gær út í ásakanir um misferli í fjármögnun framboðs hans.

Grimm, sem sat fyrir svörum eftir stefnuræðu Barack Obama forseta, gekk út úr mynd þegar Scotto ætlaði að beina samtalinu annað, en þegar útsendingu var slitið óð hann að fréttamanninum og sagðist mundu fleygja honum fram af svölunum í þinghúsinu ef hann reyndi eitthvað slíkt aftur.

Lauk samskiptum þeirra með orðunum: „Ég brýt þig í tvennt, eins og dreng!“

Grimm hefur verið bendlaður við að hafa nýtt sér vafasamar aðferðir við fjáröflun fyrir þingframboð sitt árið 2010. Hann hefur áður hefur meðal annars legið undir ámæli fyrir að hafa misbeitt valdi sínu á meðan hann starfaði sem fulltrúi hjá alríkislögreglunni FBI.

Í samtali við fjölmiðla eftir að hótunin komst í hámæli sagðist Grimm hafa snöggreiðst og verið í fullum rétti til að æsa sig, enda hafi aðeins átt að ræða um ræðu forsetans. Hótunin hafi verið blásin óþarflega upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×