Erlent

Ortega fær að bjóða sig fram í þriðja sinn

Daniel Ortega, ásamt eiginkonu sinni.
Daniel Ortega, ásamt eiginkonu sinni. Vísir/AFP
Þing Níkaragúa samþykkti í gær breytingar á stjórnarskrá landsins sem gera sitjandi forseta, Daniel Ortega, kleift að bjóða sig fram í þriðja sinn í næstu kosningum árið 2016 en hingað til hefur hver forseti aðeins mátt sitja tvö kjörtímabil. Nýju lögin afnema allar hömlur á hve oft forseti geti boðið sig fram.

Ortega og félagar hans í Sandinista-hreyfingunni segja að landið þurfi á stöðugleika að halda til þess að hægt sé að vinna á þeim erfiðleikum sem að því steðja en gagnrýnendur segja lögin hönnuð til þess að Ortega geti stjórnað landinu eins lengi og hann vill.

Níkaragúa er eitt fátækasta ríki Mið Ameríku og er kaffi helsta útflutningsvaran. Uppskerubrestir eru hinsvegar tíðir þessi misserin sökum svepps sem leggst á kaffiplönturnar og hefur valdið usla vítt og breitt um álfuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×