Erlent

Þjóðlagasöngvarinn Pete Seeger er látinn

Pete Seeger á tónleikum með Bruce Springsteen árið 2009.
Pete Seeger á tónleikum með Bruce Springsteen árið 2009. Vísir/AFP
Bandaríski þjóðlagasöngvarinn Pete Seeger er látinn, níutíu og fjögurra ára að aldri. Seeger er þekktastur fyrir lögin Turn, Turn, Turn og If I Had a Hammer og lést hann á sjúkrahúsi í New York í nótt eftir skamma sjúkrahúsdvöl.

Seeger sló fyrst í gegn með hljómsveitinni The Weavers árið 1948 og hann kom reglulega fram alla tíð síðan, eða í sex áratugi. Seeger var þekktur fyrir mótmælasöngva sína og á sjötta áratugnum var hann víða bannaður í útvarpi í Bandaríkjunum vegna vinstrisinnaðra skoðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×