Erlent

Kveikti í sér í matsal skóla

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Lögreglan í Colorado sést hér fyrir utan skólann í gær.
Lögreglan í Colorado sést hér fyrir utan skólann í gær.
16 ára piltur frá Colorado í Bandaríkjunum kveikti í sér í Standley Lake skólanum, sem hann gengur í. Talið er að pilturinn hafi með þessu verið að reyna að taka eigið líf. Þetta gerðist í hádegishléinu í skólanum í gær.

Starfsmanni skólans tókst að bjarga piltinum. Farið var með hann á spítala og er hann enn talinn í lífshættu.

Pilturinn sagði ekkert áður en hann kveikti í sér og virðist ekki hafa tilkynnt neinum um fyrirætlanir sínar. Enginn annar slasaðist.

Skólinn var rýmdur í kjölfar atviksins. Skólayfirvöld líta ekki svo á að pilturinn hafi ætlað sér að meiða samnemendur sína. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×