Sport

Borgarstjórinn í Sochi: Það eru engir hommar í minni borg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anatoly Pakhomov með Ólympíufánann.
Anatoly Pakhomov með Ólympíufánann. Vísir/NordicPhotos/Getty
Anatoly Pakhomov, borgarstjóri Sochi í Rússlandi, alhæfði fyrir allan peninginn í viðtali við BBC á dögunum en Vetrarólympíuleikarnir fara fram í borginni í næsta mánuði.

Afstaða heimamanna til samkynhneigða hefur vakið heimsathygli og blaðamaður BBC spurði Anatoly bara Pakhomov hreint út hvort að samkynhneigðir  þyrftu að leyna kynhneigð sinni þegar þeir kæmu til borgarinnar.

„Nei, þetta er þeirra líf en þessi lifnaðarháttur er ekki viðurkenndur hér í Kákasuslöndunum. Það eru engir hommar í minni borg," sagði Anatoly Pakhomov.

Blaðamaður BBC var ekki alveg sáttur við þetta svar og gekk á Pakhomov.  „Ég er ekki viss um að það séu engir hommar í borginni en ég þekki að minnsta kosti ekki neinn þeirra," sagði Pakhomov.

Vetrarólympíuleikarnir fara fram frá 7. til 23. febrúar næstkomandi. Það er ljóst að umræðan um samkynhneigð og gamaldags viðhorf Rússa gagnvart henni mun vera áberandi í fjölmiðlum fram að leikunum.


Tengdar fréttir

Níutíu ár liðin frá fyrstu leikunum

Í dag eru níutíu ár liðin síðan fyrstu Vetrarólympíuleikarnir voru haldnir í Chamonix í Frakklandi. Þátttakendur voru þrjú hundruð talsins, þar af aðeins þrettán konur sem allar kepptu í listdansi á skautum. Íslendingar hafa oft tekið þátt en aldrei unnið

Þau fara til Sotsjí

Íþrótta- og Ólympíusamband tilkynnti í sendiráði Rússlands í dag hvaða fimm keppendur fara á Vetrarólympíuleikana í Sotsjí í næsta mánuði.

Við sjáum fram á gott mót í Sotsjí

Brynjar Jökull Guðmundsson, Einar Kristinn Kristgeirsson, María Guðmundsdóttir, Helga María Vilhjálmsdóttir og Sævar Birgisson verða fulltrúar Íslands á Vetrarólympíuleikunum sem hefjast í Sotsjí í Rússlandi hinn 7. febrúar.

Ótrúleg saga Sævars Birgissonar

„Sumarið 2010 þá lá ég meira eða minna. Ég var svo slæmur að ég gat eiginlega ekki gert neitt,“ segir skíðagöngukappinn og Ólympíufarinn Sævar Birgisson.

Fiðlusnillingur keppir í svigi í Sochi

Vanessa-Mae leggur fiðluna til hliðar um stundarsakir á meðan hún keppir í svigi fyrir hönd Tælands á Vetrarólympíuleikunum í Sochi sem hefjast 7. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×