Sport

Wawrinka lagði Nadal | Fyrsti sigurinn á risamóti

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Wawrinka lék frábærlega í Ástralíu
Wawrinka lék frábærlega í Ástralíu Vísir/Getty
Svisslendingurinn Stanislas Wawrinka vann sinn fyrsta sigur á risamóti í tennis þegar hann lagði spánverjann Rafael Nadal 3-1 í úrslitum opna ástralska meistaramótsins nú í morgun.

Þetta var 13 sinn sem Nadal og Wawrinka eigast við á tennisvellinum og í fyrsta sinn sem Wawrinka hefur betur en bakmeiðsli Nadal settu sterkan svip á leikinn.

Eftir fyrsta settið þurfti Nadal að yfirgefa völlinn til að láta huga að sér og náði hann aldrei að sýna sitt rétta andlit í fyrstu tveimur settunum á meðan Svisslendingurinn lék á alls oddi.

Wawrinka vann fyrsta settið 6-3 og annað settið 6-2 en Nadal sem er efstur á heimslistanum virtist ná að hrista af sér meiðslin í þriðja settinu sem hann vann 6-3.

Það var skammgóður vermir og Wawrinka tryggði sér sigurinn í fjórða settinu 6-3.

Wawrinka var áttundi á heimslistanum fyrir mótið og var að leika til úrslita á risamóti í fyrsta sinn. Hann lagði Novak Djokovic sem er í öðru sæti heimslistans í átta manna úrslitum og ekki hægt að segja annað en sigurinn á mótinu sér verðskuldaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×