Viðskipti innlent

Sala á Hvalabjór heimiluð

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Hvalabjórinn er kominn í sölu hjá Vínbúðunum.
Hvalabjórinn er kominn í sölu hjá Vínbúðunum.
Sala og dreifing á Hvalabjór Brugghússins Steðja í Borgarfirði hefur verið heimiluð af Sigurði Inga Jóhannssyni umhverfis- og auðlindamála. Dagbjartur Arilíusson einn eigandi Steðja staðfesti það í samtali við Skessuhorn.

Bjórinn er því kominn í sölu hjá Vínbúðunum.

Dagbjartur er að vonum ánægður með ákvörðun ráðherra. Úrskurður ráðherra er í því fólginn að brugghúsið megi selja og dreifa bjórnum þar til ráðuneytið hefur endanlega fjallað um stjórnsýslukæru brugghússins á hendur Heilbrigðiseftirliti Vesturlands sem bannaði sölu á bjórnum.

Bjórinn var eins og fram hefur komið bannaður á þeirri forsendu að að framleiðslan á hvalamjöli sem notað er við framleiðslu á bjórnum uppfylli ekki skilyrði matvælalaga.


Tengdar fréttir

Hvalabjór í fyrsta skipti á markað

Eflaust koma einhverjir til með að verða ósáttir, það er ákveðin áhætta og það er alveg meðvitað,“ segir eigandi brugghússins Steðja.

Hvalabjórinn bannaður

Framleiðsla á Hvalabjór hefur verið bönnuð af Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Ástæðan er að framleiðsla á hvalamjöli uppfyllir ekki skilyrði laga um matvæli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×