Enski boltinn

Dýrasti leikmaður Southampton í tveggja vikna agabann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pablo Osvaldo með Mario Balotelli á æfingu hjá ítalska landsliðinu.
Pablo Osvaldo með Mario Balotelli á æfingu hjá ítalska landsliðinu. Vísir/NordicPhotos/Getty
Pablo Daniel Osvaldo, framherji Southampton, hefur verið settur í tveggja vikna agabann hjá félaginu eftir atvik sem gerðist á æfingasvæði enska úrvalsdeildarfélagsins.

Southampton sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að félagið hafi tekið fljótt og rétt á málinu en félagið talar um brot á hegðunarreglum félagsins.

Dani Osvaldo er 29 ára ítalskur landsliðsmaður fæddur í Argentínu en Southampton keypti hann frá Roma í sumar fyrir 15 milljónir punda. Hann er dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins.

Dani Osvaldo hefur skorað 3 mörk í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur ekkert spilað með félaginu síðan 14. desember síðastliðinn.

Pablo Osvaldo fagnar hér marki með Southampton.Vísir/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×