Erlent

Magnað myndband frá sýrlenskum konum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Rödd sýrlenskra kvenna fær að heyrast í myndbandinu.
Rödd sýrlenskra kvenna fær að heyrast í myndbandinu.
Fyrr í mánuðinum buðu samtökin UN Women sýrlenskum konum til Genfar á tveggja daga fund til þess að ræða nauðsynlegar aðgerðir til að binda enda á stríðsátök í heimalandi þeirra.

Í lok fundarins gáfu konurnar út yfirlýsingu en samkvæmt henni eru það konur og börn sem verða verst úti í þessum átökum og í ljósi þess er það sérstakur réttur þeirra að krefjast friðar og vera þátttakendur í friðarferlinu.

Í yfirlýsingunni segir meðal annars: 

Til þess að binda enda á átök, stuðla að friðarferlum og bæta ástand mannúðarmála er nauðsynlegt að innleiða Genfaryfirlýsinguna I. Yfirlýsingin felur í sér að stöðva átök og hindra frekara ofbeldi og gíslatökur fólks sem rænt hefur verið af einhverjum hinna fjölmörgu vopnuðu hópa. Farið er fram á að mannúðar- og læknisaðstoð, undir alþjóðlegu eftirliti, verði gerð aðgengileg öllum sem á þurfa að halda sem og að nú þegar verði gripið til ráðstafana um að stöðva kynbundið ofbeldi og taka upp kynnæma stefnu til að vernda konur og stúlkur gegn kynferðislegri misnotkun, hjónabandi stúlkna, mansali og nauðgunum.

Í myndbandi, sem má sjá hér að neðan, stíga þessar konur fram og segja frá því hvað friður þýðir fyrir þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×