Erlent

Risastór grjóthnullungur fór í gegnum hlöðuna

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Annað grjótið fór í gegnum hlöðuna, sem varð að engu við áreksturinn.
Annað grjótið fór í gegnum hlöðuna, sem varð að engu við áreksturinn. vísir/ap
Fjölskylda á vínekru í Ronchi di Termeno á Ítalíu slapp með skrekkinn þegar risastór grjóthnullungur rúlluðu niður fjallshlíð og í gegnum hlöðu á bænum.

Grjótið kom með skriðu sem fallið hafði í fjalli fyrir ofan bæinn en annar hnullungur staðnæmdist um einum metra frá húsinu sjálfu.

Atvikið átti sér stað þann 21. janúar og þessar mögnuðu myndir sýna hversu heppin fjölskyldan var.

Hnullungurinn staðnæmdist rétt hjá eldra grjóti fyrir framan bæinn.vísir/ap
Hitt grjótið staðnæmdist um einum metra frá sjálfu húsinu.vísir/afp
Þó betur hafi farið en á horfðist er eyðileggingin gríðarleg.vísir/afp
Húsið sjálft slapp óskaddað frá grjótinu.vísir/afp
Hlaðan er gjörónýt eftir grjótið.vísir/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×