Erlent

Ógurlegt fjallaljón mætti í morgunmat hjá fjölskyldu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Púman át rimlagardínur.
Púman át rimlagardínur.
Fjölskyldumóður í Santiago í Chile var heldur betur brugðið þegar hún fór inn í eldhúsið sitt til þess að fá sér morgunmat.

Þar var mætt fjallaljón – púma – sem tuggði rimlagardínurnar af bestu lyst. Í fyrstu hélt Amalin Haddad sem kom fyrst að púmunni, að þetta væri hundur. Þegar hún sá hvers konar dýr var í eldhúsinu æpti hún. „Ég sá fyrst bara lappirnar og hélt að þetta væri hundur. En svo sá ég að þetta væri púma. Púma! Svona eins og maður sér í dýragörðum!“

Sonur hennar sagði fréttamönnum: „Ég vaknaði við óp og köll í móður minni. Hún sagði mér að koma niður í eldhús...þar væri púma.“

Kattardýrið var skotið með deyfipílum. Dýrið náði sjálft að fjarlæga pílurnar og erfiðlega gekk að koma dýrinu út. Að lokum tókst að svæfa það og var það fjarlægt eftir að hafa rústað eldhúsi fjölskyldunnar.

Að sögn lögreglunnar í Chile er útlit fyrir að dýrið hafi verið gæludýr einhvers og hafi sloppið. Lögreglumenn sögðu dýrið hafa verið í góðu ástandi og vel haldið, sem bendi til þess að einhver hafi hugsað um það. Dýrið var flutt í dýragarðinn í Santiago. Óvíst er hvað verður um dýrið í framtíðinni.

Hér að neðan má sjá frétt um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×