Erlent

Fundum að ljúka í Genf

Lakhdar Brahimi hefur yfir litlu að kætast þessa dagana, en hann segist þó vongóður um framhaldið.
Lakhdar Brahimi hefur yfir litlu að kætast þessa dagana, en hann segist þó vongóður um framhaldið. Vísir/AFP
Friðarviðræðum um stríðið í Sýrlandi lýkur í dag en síðustu daga hefur verið fundað um ástandið í svissnesku borginni Genf. Skemmst er frá því að segja að viðræðurnar hafa lítinn sem engan árangur borið.

Enn geta stríðandi fylkingar ekki einu sinni komið sér saman um hvernig eigi að ræða hlutina, hvað þá hvernig eigi að leysa þá.

Erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, Lakhdar Brahimi, segist þó vonast til að næsta samningalota muni skila meiri árangri en hún hefst strax í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×