Innlent

Reynt að lokka dreng upp í bíl

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/VILHELM
Nemandi í fyrsta bekk í Seljaskóla var stoppaður á leið sinni heim úr skólanum af manni í bíl sem bauð honum sælgæti. Þórður Kristjánsson, skólastjóri í Seljaskóla,  sendi tilkynningu vegna þessa til foreldra barna í skólanum í dag.

Þar kemur fram að barnið hafi haldið áfram leið sinni heim og að kennarar munu ræða við nemendur sína um málið.

Þórður hvetur foreldra til þess að ræða við börn sín um rétt viðbrögð þegar svona hendir þau.

Fréttir af því að reynt sé að lokka börn upp í bíla hafa verið áberandi að undanförnu.

Lögreglan sagði í kjölfar frétta af því að reynt var að ná börnum upp í bíl við Laugarnesskóla um daginn að mikilvægt sé að börn tilkynni svona atvik og leggi á minnið það sem þau verða áskynja. Mikilvægt sé að foreldrar skrái það niður sem þau hafa að segja. Lögreglan fari yfir allar tilkynningar og því sé mikilvægt að hafa sem ítarlegastar upplýsingar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×