Innlent

Reynt að tæla börn við Laugarnesskóla: Foreldrar uggandi

Hrund Þórsdóttir skrifar
Foreldrum barna við Laugarnesskóla barst tölvupóstur í morgun vegna atviks sem kom upp við skólann í gær, en maður reyndi að tæla tvo drengi í fyrsta bekk.
Foreldrum barna við Laugarnesskóla barst tölvupóstur í morgun vegna atviks sem kom upp við skólann í gær, en maður reyndi að tæla tvo drengi í fyrsta bekk. VÍSIR/VILHELM
Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi vegna atviks við skólann í gær, en þá reyndi maður að fá tvo drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín í frímínútum, með því að bjóða þeim sælgæti. Drengirnir neituðu að fara með honum en foreldrar fengu póst frá skólanum í morgun með upplýsingum um málið.

Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem svona atvik kemur upp í hverfinu og fjallaði Vísir einnig um það þegar maður reyndi að tæla sjö ára gamlan dreng upp í bíl við Álftamýri.

Lögregla hefur nú aukið eftirlit við skólann en engar vísbendingar liggja fyrir um hver gæti hafa verið að verki. "Börn þurfa að tilkynna svona atvik og leggja á minnið það sem þau verða áskynja með. Svo er mjög mikilvægt að foreldrar reyni að skrá það niður eftir þeim," segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. "Við skoðum allar tilkynningar og biðjum fólk um að reyna að vanda þær og gefa okkur eins ítarlegar upplýsingar og kostur er."

Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×