Erlent

Thorning-Schmidt vonsvikin

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur.
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur. Nordicphotos/AFP
„Ég er virkilega ergileg út af því að SF hafi yfirgefið stjórnina,” sagði Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, á blaðamannafundi sem kallaður var saman í skyndi eftir að Sósíalíski þjóðarflokkurinn (SF) tilkynnti úrsögn sína úr stjórninni í morgun.

„SF er miklu betri flokkur en orðsporið, sem af honum fer,” bætti hún við, að því er fram kemur í dönskum fjölmiðlum. Auk þess hrósaði hún óspart Anette Vilhelmsen, sem sagði af sér sem formaður SF um leið og hún tilkynnti um brotthvarf flokksins úr stjórnarsamstarfinu: „Hún er ótrúlega hugrakkur stjórnmálamaður.”

Hún sagði þó skammt í að fyllt yrði upp í þær sex ráðherrastöður, sem losna við brotthvarf samstarfsflokksins.

Stjórnin var þriggja flokka minnihlutastjórn, en nú verða tveir flokkar eftir: Sósíaldemókrataflokkur forsætisráðherrans og frjálslyndi flokkurinn Radikale Venstre.

Sósíalíski þjóðarflokkurinn hyggst verja stjórnina falli þrátt fyrir brotthvarf sitt, og Einingarlistinn, sem er enn lengra til vinstri en SF, mun sömuleiðis áfram verja stjórnina falli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×