Erlent

Mafían myrti þriggja ára dreng

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Líkin fundust í brunarústum Fiat-bifreiðar í suðurhluta Ítalíu þann 19. janúar.
Líkin fundust í brunarústum Fiat-bifreiðar í suðurhluta Ítalíu þann 19. janúar. vísir/getty
Lík hins þriggja ára Nicola Campolongo fannst í brunarústum Fiat-bifreiðar í suðurhluta Ítalíu þann 19. janúar, ásamt líki afa hans og 27 ára karlmanns. Þeir voru allir skotnir í höfuðið og talið er að mafían hafi verið að verki vegna fjárskuldar.

CNN fjallar um málið í dag og þar er haft eftir saksóknaranum Franco Giacomantonio að í öll þau ár sem hann hafi rannsakað morð tengd skipulagðri glæpastarfsemi sé þetta það hryllilegasta. „Það er ólýsanlega hræðilegt að barn sé látið gjalda glæpa foreldra sinna.“

Fjölskylda litla drengsins hefur margsinnis komist í kast við lögin vegna fíkniefnabrota. Afinn var í stofufangelsi vegna fíkniefnabrota þegar morðið var framið og móðir drengsins afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm vegna fíkniefnasölu. Hún gat ekki verið viðstödd útför sonarins.

Frans I, páfinn í Róm, fjallaði um morðið í messu sinni á sunnudag. Hann sagði það fordæmalaust og bað almenning að biðja fyrir drengnum.

Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×