Erlent

Mikil öryggisgæsla á Super Bowl

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Leikurinn fer fram á MetLife-leikvanginum í New Jersey á sunnudag.
Leikurinn fer fram á MetLife-leikvanginum í New Jersey á sunnudag. vísir/getty
Yfirmenn öryggisgæslu á MetLife-leikvanginum í New Jersey hafa gert varúðarráðstafanir vegna úrslitaleiks NFL-deildarinnar, Super Bowl-leiksins svokallaða, sem fram fer á sunnudag.

Þeir segjast hafa fylgst grannt með aðdraganda Vetrarólympíuleikanna í Sochi og hafa áhyggjur af hótunum um hryðjuverk á leikunum. Hafa verið búnar til viðbragðsáætlanir fyrir mismunandi tegundir árása á Super Bowl-leiknum, þar á meðal kjarnorku- og efnavopnaárása.

Lögregla í New York segir þó engar hótanir hafa borist vegna Super Bowl-leiksins en almenningur er hvattur til að vera vel á verði. „Ef þú sérð eitthvað, segðu þá eitthvað,“ segir Bill Bratton, lögreglustjóri í New York.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×