Rússland fagnaði í sigri í liðakeppni í listhlaupi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag.
Þetta voru fyrstu gullverðlaun Rússa á leikunum og var forsetinn Vladimir Pútín viðstaddur til að fylgjast með sínu fólki.
Rússar unnu mikinn yfirburðasigur en gullið var tryggt þegar enn voru 90 mínútur eftir af keppninni. Kanada er öruggt með silfur í greininni og Bandaríkjamenn fá brons.
Pútín fylgdist með er Rússar unnu fyrsta gullið
Tengdar fréttir
Bein útsending frá Ólympíuleikunum 2014 | Dagur 2
Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en annar keppnisdagur leikanna er í dag.