Erlent

Brasilískir verkamenn hóta verkfalli

Verkamennirnir standa í kringum kranan á slysstað og minnast vinnufélaga síns.
Verkamennirnir standa í kringum kranan á slysstað og minnast vinnufélaga síns. mynd/afp
Verkamenn sem vinna að byggingu knattspyrnuvallar í borginni Manaus í Brasilíu hóta nú að fara í verkfall og krefjast betri aðstæðna á vinnustað.

Kröfur verkamannanna um bættar aðstæður á vinnustað koma í kjölfar þess að þriðji verkamaðurinn sem vann að byggingu vallarins Arena da Amazonia lést á föstudag þegar hann var að gera við krana á byggingarsvæðinu.

Yfirvöld rannsaka nú tildrög slyssins en til greina kemur að stöðva byggingu vallarins þar til aðstæður verða bættar. Brasilíumenn höfðu lofað að allir tólf keppnisvellirnir fyrir HM yrðu tilbúnir fyrir endann á árinu 2013 en Arena da Amazonia er einn af fimm völlum sem eru ennþá í byggingu fyrir mótið sem hefst 12. júní á þessu ári.

Verkfall gæti tafið skil á verkinu enn frekar en þó er talið að um það bil 97% af byggingaframkvæmdum á vellinum sé lokið og því sé ekki langt í land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×