Erlent

Reyndi að neyða flugvél til Sotsjí

Bjarki Ármannsson skrifar
Öryggisvörður gætir vélinnar á Sabiha Gokcen flugvellinum.
Öryggisvörður gætir vélinnar á Sabiha Gokcen flugvellinum. Vísir/AFP
Tyrkneskar sérsveitir handsömuðu fyrr í kvöld farþega í flugvél sem grunaður er um sprengjuhótun og flugrán. Á hann að hafa heimtað að komast til Sotsjí í Rússlandi, þar sem Vetrarólympíuleikarnir standa nú yfir.

Þessu greinir Reuters frá. Vélin lenti örugglega eftir að áhöfn um borð tókst að róa manninn. Hann var handtekinn um leið og vélin lenti í Istanbúl en orrustuflugvél tyrkneska hersins fylgdi vélinni á áfangastað. Flogið var frá borginni Kharkov í Úkraínu.

Talsmaður samgönguráðuneytis Tyrklands staðfestir að vélin hafi lent örugglega og að allir 110 farþegarnir um borð séu óhultir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×