Erlent

Vonast eftir vopnahléi í Homs

Vísir/AFP
Stríðandi fylkingar í Sýrlandi hafa sammælst um að gera hlé á átökum í borginni Homs í dag til þess að hægt verði að forða óbreyttum borgurum út úr borginni.

Þá er einnig ráðgert að koma bráðnauðsynlegum hjálpargögnum inn í Homs, en harðir bardagar hafa geisað þar alla tíð síðan í júní 2012. Talið er að um þrjú þúsund íbúar séu fastir í borginni á milli steins og sleggju og hungursneyð er farin að gera vart við sig. Talsmenn Sýrlandsstjórnar hafa heitið því að láta af vopnaskakinu í dag, en ekkert hefur heyrst formlega frá uppreisnarmönnum. Þó er vonast til að þeir virði vopnahléð einnig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×