Erlent

Hörð átök í Ríó

Vísir/AP
Íbúar í stórborginni Rio de Janeiro tókust á við öryggislögreglu borgarinnar í gær eftir að mótmæli vegna hækkana á fargjöldum í almenningssamgangnakerfi borgarinnar fóru úr böndunum.

Lögreglan beitti táragasi gegn fólkinu á meðan mótmælendur grýttu lögregluna og köstuðu bensínsprengjum. Kvikmyndatökumaður liggur nú á milli heims og helju eftir að hafa fengið höfuðáverka þegar hann var að mynda átökin.

Sex aðrir eru sagðir hafa slasast og tugir mótmælenda voru handteknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×