Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Akureyri 26-20 | Auðvelt hjá toppliðinu Anton Ingi Leifsson á Ásvöllum skrifar 6. febrúar 2014 16:58 Sigurbergur lúðrar á markið í kvöld. vísir/valli Haukar styrktu stöðu sína á toppnum í kvöld þegar þeir sigruðu Akureyri 26-20. Giedrius Morkunas og varnarleikur Hauka voru lykillinn að því. Leikurinn var þó ekki mikið fyrir augað. Leikurinn var vel jafn í rúmar tuttugu og fimm mínútur í fyrri hálfleik. Liðin skiptust á að skora og bæði lið léku fínan varnarleik þó gestirnir hefðu þurft að hafa meira fyrir hverju marki ef svo mætti að orði komast. Þeir opnuðu þó vörn Hauka ágætlega oft á tíðum. Undir lok fyrri hálfleiks gáfu þó heimamenn í og breyttu stöðunni úr 8-8 í 12-9, þar af tvö hraðaupphlaupsmörk frá Árna Stein Steinþórssyni. Staðan 12-9 í hálfleik. Fyrri hálfleik var ekki mikið fyrir augað eins og tölurnar gefa kannski til að kynna. Eftir 26 mínútur var staðan einungis 8-8 sem gefur til að kynna skemmtanagildið, sem var ekki mikið. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleik af krafti og náðu sex marka forystu eftir rúmar fimm mínútur í síðari hálfleik. Gestirnir spiluðu sig oft í góð færi í síðari hálfleik, en Morkunas var þeim erfiður. Lokaði vel og örugglega á þá. Giedrius Morkunas var maður leiksins í kvöld. Morkunas varði vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleik, en eins og fyrr segir spiluðu gestirnir sig oft í færi. Sigurbergur Sveinsson og Árni Steinn Steinþórsson voru bestir í sóknarleik heimamanna, en Sigurbergur tók sig nokkrar mínútur í að hitna aðeins. Í liði gestanna báru þeir Bjarni Fritzson og Kristján Orri liði uppi. Örvhentu mennirnir skoruðu alls fjórtán af tuttugu mörkum gestanna og þurfa fleiri að stíga upp ætli liði sér að vinna eins sterkt lið og Haukanna. Með sigrinum ná Haukarnir sjö stiga forystu á topnum, þangað til í kvöld að minnsta kosti. Akureyri er enn í sjöunda sæti með átta stig, fimm stigum fyrir ofan HK sem er í því neðsta.Patrekur: Þetta eru flottir strákar ,,Ég er mjög ánægður. Þetta var ekkert auðveldur leikur eins og sást í byrjun og Akureyringarnir mættu öflugir til leiks. Þetta var hörkuleikur sérstaklega fyrstu tuttugu og fimm mínúturnar. Það var gott að vera með þriggja marka forystu í hálfleik," sagði Patrekur strax að leik loknum. ,,Einnig var ég mjög ánægður hvernig við komum inn í síðari hálfleikinn og líka hvað við náðum að nota vel breiddina. Það er það sem þjálfarar eru ánægðir með, margir stóðu sig vel." Aðspurður hvort hann hafi verið óánægður með eitthvað sagði Patrekur: ,,Það er alltaf eitthvað slæmt, en miðað við leikinn á móti ÍR þar sem ég var virkilega óánægður með hvernig við komum inn var ég mjög ánægður með þetta. Númer eitt, tvö og þrjú er það að ég sjái að leikmenn eru klárir. Auðvitað koma alltaf mistök, það gerist í hverjum einasta leik." ,,Í heildina var þetta flottur sigur hjá strákunum og maður sá svona Hauka-hjartað. Þó ég hafi verið úti í Austurríki og á Evrópumótinu var ég í góðu sambandi við mína aðstoðarmenn og strákarnir voru að æfa rosalega vel. Við unnum rosalega mikið í líkamlega þættinum og auðvitað í handboltanum líka, það er það sem er ánægjulegt. Það er orka og kraftur í strákunum. Þessi leikur er búinn og þá er það bara næsta verkefni." Haukarnir eru með sjö stiga forystu á toppnum. Er kampavínið komið í kælinn á Ásvöllum? ,,Nei, að byrja fagna snemma er það hættulegasta sem maður gerir. Við eigum að líta á okkur sjálfa og sjá hvað við getum bætt í okkar leik, alls ekki að fara á eitthvað flug. Þetta eru það flottir strákar, við höfum ekki byrjað að fagna hingað til og förum ekki að gera það núna." ,,Valsararnir eru með hörkulið og okkur hefur ekkert gengið alltof vel gegn þeim í vetur. Síðasti leikur gegn þeim fór jafntefli og þetta er önnur keppni, við þurfum að undirbúa okkur vel. Það er krefjandi verkefni, en við förum fullir sjálfstraust í það," sagði Patrekur að lokum, aðspurður út í KFUM-slaginn gegn Val í bikarnum á mánudag.Bjarni Fritzson: Mistökin dýr gegn svona góðu liði ,,Þetta var svona eins og seinasti leikur gegn Val. Við erum að spila rosalega vel á köflum, en svo koma bara slæm mistök þar sem við erum að tapa boltanum. Við fáum hraðaupphlaup í bakið og erum að skjóta illa á markmanninn," sagði Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari Akureyrar, að leik loknum. ,,Á köflum erum við að standa þeim bara jafnfætis. Spila góða sókn og standa vörnina svona ágætlega. Hann varði örugglega fimm dauðafæri í fyrri hálfleik og það er ekki nógu gott. Við hefðum getað skorað þarna undir lok fyrri hálfleiks, en fáum í staðinn mark í bakið. Munurinn verður því þrjú mark í hálfleik í staðinn fyrir eitt." ,,Fyrri hálfleikurinn var bara jafn og við vorum bara góðir. Þessi mistök eru svo dýr gegn svona góðu liði, en þetta eru ungir strákar og ekkert óeðlilegt að þeir geri slík mistök." ,,Við vorum rosalega góðir á köflum í dag, en við gerðum það líka gegn Val í fyrri hálfleik í síðasta leik. Það er nátturlega ekkert gott að vera með svona mikið af opnunum, en að vera samt með markmann í tuttugu skotum. Það er jákvætt að við séum að ná opnunum, en við verðum að vera einbeittari í skotunum." Akureyri mætir FH næst í bikarnum. Bjarni er spenntur fyrir því að fá gömlu félagana í heimsókn: ,,Það er bara gaman og við erum bara ferskir. Okkur finnst gaman að fá FH í heimsókn, þeir eru með flott lið og það verður bara skemmtilegt verkefni," sagði Bjarni að lokum.vísir/vallivísir/valli Olís-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Haukar styrktu stöðu sína á toppnum í kvöld þegar þeir sigruðu Akureyri 26-20. Giedrius Morkunas og varnarleikur Hauka voru lykillinn að því. Leikurinn var þó ekki mikið fyrir augað. Leikurinn var vel jafn í rúmar tuttugu og fimm mínútur í fyrri hálfleik. Liðin skiptust á að skora og bæði lið léku fínan varnarleik þó gestirnir hefðu þurft að hafa meira fyrir hverju marki ef svo mætti að orði komast. Þeir opnuðu þó vörn Hauka ágætlega oft á tíðum. Undir lok fyrri hálfleiks gáfu þó heimamenn í og breyttu stöðunni úr 8-8 í 12-9, þar af tvö hraðaupphlaupsmörk frá Árna Stein Steinþórssyni. Staðan 12-9 í hálfleik. Fyrri hálfleik var ekki mikið fyrir augað eins og tölurnar gefa kannski til að kynna. Eftir 26 mínútur var staðan einungis 8-8 sem gefur til að kynna skemmtanagildið, sem var ekki mikið. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleik af krafti og náðu sex marka forystu eftir rúmar fimm mínútur í síðari hálfleik. Gestirnir spiluðu sig oft í góð færi í síðari hálfleik, en Morkunas var þeim erfiður. Lokaði vel og örugglega á þá. Giedrius Morkunas var maður leiksins í kvöld. Morkunas varði vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleik, en eins og fyrr segir spiluðu gestirnir sig oft í færi. Sigurbergur Sveinsson og Árni Steinn Steinþórsson voru bestir í sóknarleik heimamanna, en Sigurbergur tók sig nokkrar mínútur í að hitna aðeins. Í liði gestanna báru þeir Bjarni Fritzson og Kristján Orri liði uppi. Örvhentu mennirnir skoruðu alls fjórtán af tuttugu mörkum gestanna og þurfa fleiri að stíga upp ætli liði sér að vinna eins sterkt lið og Haukanna. Með sigrinum ná Haukarnir sjö stiga forystu á topnum, þangað til í kvöld að minnsta kosti. Akureyri er enn í sjöunda sæti með átta stig, fimm stigum fyrir ofan HK sem er í því neðsta.Patrekur: Þetta eru flottir strákar ,,Ég er mjög ánægður. Þetta var ekkert auðveldur leikur eins og sást í byrjun og Akureyringarnir mættu öflugir til leiks. Þetta var hörkuleikur sérstaklega fyrstu tuttugu og fimm mínúturnar. Það var gott að vera með þriggja marka forystu í hálfleik," sagði Patrekur strax að leik loknum. ,,Einnig var ég mjög ánægður hvernig við komum inn í síðari hálfleikinn og líka hvað við náðum að nota vel breiddina. Það er það sem þjálfarar eru ánægðir með, margir stóðu sig vel." Aðspurður hvort hann hafi verið óánægður með eitthvað sagði Patrekur: ,,Það er alltaf eitthvað slæmt, en miðað við leikinn á móti ÍR þar sem ég var virkilega óánægður með hvernig við komum inn var ég mjög ánægður með þetta. Númer eitt, tvö og þrjú er það að ég sjái að leikmenn eru klárir. Auðvitað koma alltaf mistök, það gerist í hverjum einasta leik." ,,Í heildina var þetta flottur sigur hjá strákunum og maður sá svona Hauka-hjartað. Þó ég hafi verið úti í Austurríki og á Evrópumótinu var ég í góðu sambandi við mína aðstoðarmenn og strákarnir voru að æfa rosalega vel. Við unnum rosalega mikið í líkamlega þættinum og auðvitað í handboltanum líka, það er það sem er ánægjulegt. Það er orka og kraftur í strákunum. Þessi leikur er búinn og þá er það bara næsta verkefni." Haukarnir eru með sjö stiga forystu á toppnum. Er kampavínið komið í kælinn á Ásvöllum? ,,Nei, að byrja fagna snemma er það hættulegasta sem maður gerir. Við eigum að líta á okkur sjálfa og sjá hvað við getum bætt í okkar leik, alls ekki að fara á eitthvað flug. Þetta eru það flottir strákar, við höfum ekki byrjað að fagna hingað til og förum ekki að gera það núna." ,,Valsararnir eru með hörkulið og okkur hefur ekkert gengið alltof vel gegn þeim í vetur. Síðasti leikur gegn þeim fór jafntefli og þetta er önnur keppni, við þurfum að undirbúa okkur vel. Það er krefjandi verkefni, en við förum fullir sjálfstraust í það," sagði Patrekur að lokum, aðspurður út í KFUM-slaginn gegn Val í bikarnum á mánudag.Bjarni Fritzson: Mistökin dýr gegn svona góðu liði ,,Þetta var svona eins og seinasti leikur gegn Val. Við erum að spila rosalega vel á köflum, en svo koma bara slæm mistök þar sem við erum að tapa boltanum. Við fáum hraðaupphlaup í bakið og erum að skjóta illa á markmanninn," sagði Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari Akureyrar, að leik loknum. ,,Á köflum erum við að standa þeim bara jafnfætis. Spila góða sókn og standa vörnina svona ágætlega. Hann varði örugglega fimm dauðafæri í fyrri hálfleik og það er ekki nógu gott. Við hefðum getað skorað þarna undir lok fyrri hálfleiks, en fáum í staðinn mark í bakið. Munurinn verður því þrjú mark í hálfleik í staðinn fyrir eitt." ,,Fyrri hálfleikurinn var bara jafn og við vorum bara góðir. Þessi mistök eru svo dýr gegn svona góðu liði, en þetta eru ungir strákar og ekkert óeðlilegt að þeir geri slík mistök." ,,Við vorum rosalega góðir á köflum í dag, en við gerðum það líka gegn Val í fyrri hálfleik í síðasta leik. Það er nátturlega ekkert gott að vera með svona mikið af opnunum, en að vera samt með markmann í tuttugu skotum. Það er jákvætt að við séum að ná opnunum, en við verðum að vera einbeittari í skotunum." Akureyri mætir FH næst í bikarnum. Bjarni er spenntur fyrir því að fá gömlu félagana í heimsókn: ,,Það er bara gaman og við erum bara ferskir. Okkur finnst gaman að fá FH í heimsókn, þeir eru með flott lið og það verður bara skemmtilegt verkefni," sagði Bjarni að lokum.vísir/vallivísir/valli
Olís-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira