Erlent

1.100 manns bjargað af flekum

Samúel Karl Ólason skrifar
Fleiri en 1.100 manns var bjargað af sambærilegum flekum við strendur Ítalíu.
Fleiri en 1.100 manns var bjargað af sambærilegum flekum við strendur Ítalíu. Vísir/AFP Nordic
Sjóher Ítalíu bjargaði fleiri en 1.100 manns af flekum í miðjarðarhafinu í gær. Fólkið er talið vera frá sunnanverðri Afríku og ætlunin þeirra er að leita hælis í Ítalíu. Um 50 börn voru einnig á flekunum.

Frá þessu er sagt á vef CNN.

Þyrlur komu auga á fólkið, en fjögur skip þurfti til að bjarga þeim. Fólkið er nú á leið til hafnarborgarinnar Augusta og er væntanlegt þangað á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×