Erlent

Nasistalög enn í gildi í Þýskalandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty Images
Lög frá 1941, þegar nasistar stjórnuðu Þýskalandi, sem enn eru í gildi í Þýskalandi segja til um að meiri líkur séu á því að konur sem drepa ofbeldisfulla eiginmenn sína fari í fangelsi, en eiginmaður sem ber konu sína til dauða. Samkvæmt lögfræðingum í Þýskalandi litu Nasistar á að morðingi væri einhver sem dræpi með sviksamlegum eða leynilegum hætti.

Sagt er frá þessu á vef BBC.

Dr. Stefan Koenig, stjórnarmaður lögmannasamtaka í Þýskalandi, segir lögin endurspegla trú nasista að sumir einstaklingar væru veikviljaðir. „Lög nasista studdu, og styðja enn, hina sterku sem myrtu hina veiku,“ segir Koenig.

Í Austur-Þýskalandi voru lögin, nær því sem tíðkast almennt í hinum vestræna heimi. Við sameiningu landanna árið 1990 urðu lög Vestur-Þýskalands landslög.

Dagmar Oberlies segir að rannsókn hennar hafi leitt í ljós að fleiri konur sem hafi verið konur sem hafi orðið fyrir heimilisofbeldi hafi oftar verið dæmdar fyrir morð, en ofbeldisfullir menn. Lögfræðingar vilja að lögunum sé breytt hið fyrsta, svo lögin verði eins og þekkist í Bretlandi eða Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×