Erlent

Seinheppinn glæpamaður kveikti í sjálfum sér fyrir slysni

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Lögreglan hefur gefið út myndband af atvikinu.
Lögreglan hefur gefið út myndband af atvikinu.
Seinheppinn glæpamaður kveikti í sjálfum sér í bænum Rochdale í nágrenni Manchester á Englandi í nótt. Maðurinn kveikti í sendibíl sem lagt hafði verið á Ashworth stræti en gætti ekki betur að sér en svo að eldtungurnar bárust í hann sjálfan eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.

Maðurinn hljóp upp götuna og náði að slökkva eldinn í honum sjálfum. Hann stökk upp í bíl af gerðinni Nissan Micra sem þeystist af stað.

Lögreglan í Manchester hefur lýst eftir manninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×