Erlent

Réttindi kvenna gætu versnað mikið

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP Nordic
Lög sem bíða samþykktar Hamid Karzai, forseta Afganistan, kæmu í veg fyrir að ættingjar gætu borið vitni gegn mönnum sem sakaðir eru um heimilisofbeldi. Verði lögin samþykkt geta karlmenn brotið gegn eiginkonum sínum, börnum og systrum án ótta við lögsókn. Þing Afganistan hefur þegar samþykkt lögin.

Þetta kemur fram á vef Guardian. 

Með nýju lögunum gætu saksóknarar aldrei farið með mál fyrir dóm eins og mál Sahar Gul, fyrir rétt. Hún var 15 ára en tengdaforeldrar hennar hlekkjuðu hana í kjallara, sveltu, börðu og pyntuðu til að þvinga hana út í vændi.

Þá gætu konur eins og Sitara, gæti aldrei leitað réttar síns. Eiginmaður hennar skar af henni nefið og varirnar undir lok síðasta árs. Ómögulegt væri að refsa mönnum fyrir heiðursmorð  og ekki væri hægt að bjarga konum úr þvinguðum hjónaböndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×