Erlent

Norður-Kórea hótar að hætta við endurfundi

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Lee Kyun-myoung, 93 ára Suður-Kóreubúi, fyllir út eyðublöð hjá Rauða krossinum til að fá að hitta ættingja sína í Norður-Kóreu.
Lee Kyun-myoung, 93 ára Suður-Kóreubúi, fyllir út eyðublöð hjá Rauða krossinum til að fá að hitta ættingja sína í Norður-Kóreu. Vísir/AP
Norður-Kóreustjórn hótar að hætta við að leyfa landsmönnum að hitta ættingja sína frá Suður-Kóreu, þótt samið hafi verið um slíka endurfundi fyrir stuttu.

Tilefnið eru heræfingar á vegum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, sem Norður-Kóreustjórn mótmælir harðlega. Norður-Kórea gerir þá kröfu að Suður-Kórea hætti þessum heræfingum og láti jafnframt af fjandsamlegri stefnu sinni gagnvart Norður-Kóreu.

Í yfirlýsingu frá Norður-Kóreu segir að það væri „fáránlegt” að leyfa endurfundi ættingja á meðan „stórhættulegar kjarnorkustríðsæfingar” eru haldnar, eins og það er orðað í tilkynningunni.

Suður-Kórea og Bandaríkin segja heræfingarnar ósköp hefðbundnar.

Í september síðastliðnum hætti Norður-Kórea einnig á síðustu stundu við að leyfa ættingjum ríkjanna að hittast, en þá voru heræfingar á vegum Suður-Kóreu einnig að hefjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×