Erlent

Kona tekin af lífi í Texas í nótt

Það tók Suzanne Basso rúmar ellefu mínútur að deyja eftir að eitrinu hafði verið sprautað í æðar hennar.
Það tók Suzanne Basso rúmar ellefu mínútur að deyja eftir að eitrinu hafði verið sprautað í æðar hennar. Vísir/AP
Enn ein aftakan var framkvæmd í Texas í nótt þegar Suzanne Basso var tekin af lífi með eitursprautu. Nokkuð fáttítt er að konur séu teknar af lífi í Bandaríkjunum en Basso var númer fjórtán í röðinni frá því dauðarefsins var aftur leyfð í landinu fyrir fjörutíu árum síðan.

Hún var sakfelld árið 1998 fyrir að pynta og síðan myrða þroskaheftan mann sem hún hafði heitið að giftast. Læknir staðfesti dauða hennar rúmum ellefu mínútum eftir að eitrinu var sprautað í hana.

Af þeim þrjúþúsund og eitthundrað Bandaríkjamönnum sem bíða nú dauðarefsingar eru aðeins sextíu konur, eða um tvö prósent dauðadæmdra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×