Erlent

Vara við sprengiefni í tannkremstúbum

Mikil hætta er talin á hryðjuverkum á leikunum.
Mikil hætta er talin á hryðjuverkum á leikunum. Vísir/AFP
Bandarískar leyniþjónustur hafa sent frá sér viðvrörun til þeirra flugfélaga sem ætla að fljúga með gesti á Vetrarólýmpíuleikana í Sotsjí sem hefjast á morgun. Talið er líklegt að hryðjuverkamenn reyni að smygla sprengiefni um borð í vélarnar með því að fela efnin í tannkremstúbum og því er þeim tilmælum beint til flugfélaga að skoða slíkan farangur sérstaklega vel.

Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna leikanna en aðskilnaðarsinnar í Norður-Kákasus héraði í Rússlandi hafa ítrekað hótað að fremja hryðjuverk í Sotsjí. Bandaríkjamenn segjast ávallt aðstoða þjóðir á þessum vettvangi þegar stórir viðburðir á borð við þennan séu framundan og hafa þeir meðal annars sent tvö herskip sín í Svartahaf, þar sem þau verða til taks ef eitthvað kemur upp á í Sotsjí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×