Erlent

Gróft ofbeldi gegn samkynhneigðum í Rússlandi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Myndbandið sýnir gróft ofbeldi á samkynhneigðum.
Myndbandið sýnir gróft ofbeldi á samkynhneigðum.
Samtökin Human Rights Watch hafa sent frá sér myndband sem sýnir viðbjóðslegt ofbeldi gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki í Rússlandi.

Myndbandið má sjá hér að neðan. Þar sést mjög gróft ofbeldi og varar Vísir við því.

Í myndbandinu er fjallað um samtök manna sem hafa uppi á samkynhneigðum mönnum og svívirða þá fyrir framan myndavél og birtir á netinu. 

Í myndbandinu sést hópurinn lemja samkynhneigða menn sundur og saman auk þess sem þeir raka hár og fá einn manninn til að svívirða sjálfan sig með gosflösku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×