AT&T fyrsta stórfyrirtækið til þess að mótmæla aðgerðum Rússlands gegn samkynhneigðum Baldvin Þormóðsson skrifar 5. febrúar 2014 13:29 Skautahöllin í Richmond sem smíðuð var fyrir Vetrarólympíuleikana árið 2010. Vísir/getty Í gær varð bandaríska fjarskiptafyrirtækið AT&T fyrsta stórfyrirtækið sem kemur að Ólympíuleikunum til þess að gagnrýna aðgerðir Rússlands gegn samkynhneigðum. Síðan lögin voru samþykkt í Rússlandi í júní 2013, hafa samkynhneigðir í Rússlandi orðið fyrir síendurteknum árásum og ofbeldi. Mannréttindasamtök Sameinuðu Þjóðanna biðluðu til þeirra stórfyrirtækja sem styrkja Alþjóðlega Ólympíusambandið til þess að gagnrýna þessar aðgerðir Rússlands og þau augljósu mannréttindabrot sem fylgja þessum lögum. Þrátt fyrir að vera ekki opinber stuðningsaðili Ólympíusambandsins ákvað AT&T að svara kallinu og standa með mannréttindasamtökum um allan heim. Í yfirlýsingu sinni sem birtist í gær settu AT&T fram harða gagnrýni á aðgerðir Rússlands: ,,Ólympíuleikarnir í Sotsjí gefa okkur tækifæri til þess að vekja athygli á málefni sem að stendur okkur öllum nærri: Jafnrétti. Einsog þið kannski vitið þá eru mannréttindasamtök um allan heim að mótmæla rússneskum lögum sem brjóta á grundvallarmannréttindum. Til þess að vekja athygli á þessu hafa Mannréttindasamtök Sameinuðu Þjóðanna sent opið bréf á öll stórfyrirtæki sem koma til með að styrkja Ólympíusambandið þar sem þau eru hvött til þess að mótmæla þessum lögum og aðgerðum Rússlands. AT&T er ekki stuðningsaðili Alþjóðlega Ólympíusambandsins, og því fengum við ekki sent téð bréf. Við erum hinsvegar stuðningsaðili Bandaríska Ólympíusambandsins og höfum styrkt bandaríska keppendur í langan tíma. Við stöndum með Mannréttindasamtökum Sameinuðu Þjóðanna og við mótmælum þessum rússnesku lögum.'' Í sömu yfirlýsingu hvetja AT&T önnur stórfyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama: ,,Nú þegar leikarnir eru að bresta á, viljum við styðja við bakið á þeim bandarísku keppendum sem unnið hafa vel og lengi og fórnað mörgu til þess að ná sínum markmiðum. Á sama tíma viljum við lýsa yfir stuðningi okkar á samtökum hinsegin fólks og við vonum að aðrir stuðningsaðilar Ólympíuleikanna geri slíkt hið sama.'' Hingað til hafa engin önnur stórfyrirtæki tekið til máls. Tengdar fréttir Mótmælt víða um heim vegna Vetrarólympíuleikanna Styrktaraðilar hvattir til að fordæma lög sem banna umræðu um samkynhneigð. 5. febrúar 2014 09:03 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Í gær varð bandaríska fjarskiptafyrirtækið AT&T fyrsta stórfyrirtækið sem kemur að Ólympíuleikunum til þess að gagnrýna aðgerðir Rússlands gegn samkynhneigðum. Síðan lögin voru samþykkt í Rússlandi í júní 2013, hafa samkynhneigðir í Rússlandi orðið fyrir síendurteknum árásum og ofbeldi. Mannréttindasamtök Sameinuðu Þjóðanna biðluðu til þeirra stórfyrirtækja sem styrkja Alþjóðlega Ólympíusambandið til þess að gagnrýna þessar aðgerðir Rússlands og þau augljósu mannréttindabrot sem fylgja þessum lögum. Þrátt fyrir að vera ekki opinber stuðningsaðili Ólympíusambandsins ákvað AT&T að svara kallinu og standa með mannréttindasamtökum um allan heim. Í yfirlýsingu sinni sem birtist í gær settu AT&T fram harða gagnrýni á aðgerðir Rússlands: ,,Ólympíuleikarnir í Sotsjí gefa okkur tækifæri til þess að vekja athygli á málefni sem að stendur okkur öllum nærri: Jafnrétti. Einsog þið kannski vitið þá eru mannréttindasamtök um allan heim að mótmæla rússneskum lögum sem brjóta á grundvallarmannréttindum. Til þess að vekja athygli á þessu hafa Mannréttindasamtök Sameinuðu Þjóðanna sent opið bréf á öll stórfyrirtæki sem koma til með að styrkja Ólympíusambandið þar sem þau eru hvött til þess að mótmæla þessum lögum og aðgerðum Rússlands. AT&T er ekki stuðningsaðili Alþjóðlega Ólympíusambandsins, og því fengum við ekki sent téð bréf. Við erum hinsvegar stuðningsaðili Bandaríska Ólympíusambandsins og höfum styrkt bandaríska keppendur í langan tíma. Við stöndum með Mannréttindasamtökum Sameinuðu Þjóðanna og við mótmælum þessum rússnesku lögum.'' Í sömu yfirlýsingu hvetja AT&T önnur stórfyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama: ,,Nú þegar leikarnir eru að bresta á, viljum við styðja við bakið á þeim bandarísku keppendum sem unnið hafa vel og lengi og fórnað mörgu til þess að ná sínum markmiðum. Á sama tíma viljum við lýsa yfir stuðningi okkar á samtökum hinsegin fólks og við vonum að aðrir stuðningsaðilar Ólympíuleikanna geri slíkt hið sama.'' Hingað til hafa engin önnur stórfyrirtæki tekið til máls.
Tengdar fréttir Mótmælt víða um heim vegna Vetrarólympíuleikanna Styrktaraðilar hvattir til að fordæma lög sem banna umræðu um samkynhneigð. 5. febrúar 2014 09:03 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Mótmælt víða um heim vegna Vetrarólympíuleikanna Styrktaraðilar hvattir til að fordæma lög sem banna umræðu um samkynhneigð. 5. febrúar 2014 09:03