Erlent

Börnum bjargað úr vændi fyrir Super Bowl

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lögregla segir börnin hafa verið neydd til að ferðast til New York og nágrennis vegna Super Bowl-leiksins.
Lögregla segir börnin hafa verið neydd til að ferðast til New York og nágrennis vegna Super Bowl-leiksins. vísir/getty
Bandaríska alríkislögreglan frelsaði sextán ungmenni og yfir 50 konur úr klóm hórmangara í aðdraganda Super Bowl-leiksins sem fram fór í New Jersey á sunnudagskvöld.

Börnin eru á aldrinum 13 til 17 ára og höfðu verið neydd til að selja sig, en meira en 45 hórmangarar voru handteknir í kjölfarið.

Lögregla segir börnin hafa verið neydd til að ferðast til New York og nágrennis vegna Super Bowl-leiksins, en stórir íþróttaviðburðir hafa oft í för með sér mikla aukningu í vændi og mansali, að sögn lögreglu.

Nokkrum dögum fyrir leikinn handtóku lögreglumenn 18 manns sem sakaðir voru um að selja svokallaða „partýpakka“, en innifalið í þeim voru kókaín og kynlíf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×