Erlent

Tunnusprengjum varpað á Aleppo

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Maður í Aleppo ber sært barn burt eftir sprengingu á mánudag.
Maður í Aleppo ber sært barn burt eftir sprengingu á mánudag. Vísir/AP
Sýrlenski herinn varpaði að minnsta kosti sjö svonefndum „tunnusprengjum” á sýrlensku borgina Aleppo í gær. Ein þeirra lenti á mosku, sem hefur verið notuð sem skóli, og varð þar að minnsta kosti átta manns að bana.

AP fréttastofan hefur birt myndband sem tekið var í Aleppo stuttu eftir að sú sprengja féll á moskuna. Sjá má þetta myndband hér að neðan.

Tunnusprengjur eru fylltar af eldsneyti, sprengiefni og brotajárni og þeim síðan varpað niður úr þyrlum. Oft ræður hending ein hvar þær lenda.

Síðan á fimmtudaginn hafa þessar sprnegjur kostað að minnsta kosti áttatíu manns lífið.

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur fordæmt notkun slíkra sprengja og segir þetta „nýjustu villimennsku sýrlensku stjórnarinnar.”

Linnulítil átök hafa geisað í Aleppo í nærri tvö ár, eða frá því uppreisnarmenn náðu hluta hennar á sitt vald árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×