Erlent

Fjórir handteknir í tengslum við dauða Hoffman

Hoffman fannst inni á baðherbergi íbúðar sinnar með sprautu í handleggnum.
Hoffman fannst inni á baðherbergi íbúðar sinnar með sprautu í handleggnum. vísir/getty
Lögreglan í New York hefur handtekið fjóra einstaklinga í tengslum við andlát Philip Seymours Hoffman, leikarans góðkunna sem lést af völdum eiturlyfja á dögunum. Fjölmiðlar vestra fullyrða að fólkið sem var handtekið sé grunað um að hafa látið leikaranum í té heróín, en mikið magn eiturlyfsins fannst í íbúð hans.

Hoffman stríddi við fíkniefnavanda á sínum yngri árum en tókst að halda sér þurrum í tuttugu og þrjú ár þangað til í fyrra að hann féll á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×