Erlent

"Stundum hata ég mig“ – Dragdrottning hélt grimma ræðu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
"Stundum hata ég sjálfa mig, ég andskotans hata mig,“ segir hún um þegar hún nemur staðar á gangbrautum og veltir útliti sínu fyrir sér. "Og ég hata ykkur stundum fyrir að gera mér það.“
"Stundum hata ég sjálfa mig, ég andskotans hata mig,“ segir hún um þegar hún nemur staðar á gangbrautum og veltir útliti sínu fyrir sér. "Og ég hata ykkur stundum fyrir að gera mér það.“
Ein þekktasta dragdrottning Írlands, Panti Bliss, hélt um síðustu helgi eftirtektarverða og tilfinningaþrungna ræðu í írska þjóðleikhúsinu um fordóma sem hinsegin fólk verður fyrir.

Á vefsíðunni Pink News segir að margir hafi tárast yfir ræðunni en í henni spyr Bliss meðal annars þeirrar spurningar af hverju hinsegin fólk ætti að sætta sig við sífelldar deilur um það hvaða réttindi þau eigi skilið og ekki.

Í ræðunni segir hún hvers vegna hún trúi því að ákveðnar aðgerðir séu fordómafullar í garð hinsegin fólks. Slíkar aðgerðir hafi síðan afleiðingar fyrir hinsegin fólk í daglegu lífi þeirra.

„Stundum hata ég sjálfa mig, ég andskotans hata mig,“ segir hún um þegar hún nemur staðar á gangbrautum og veltir útliti sínu fyrir sér. „Og ég hata ykkur stundum fyrir að gera mér það.“

Ræða Bliss hefur vakið mikla athygli fyrir að vera allt í senn heiðarleg og grimm.

Hér að neðan er hægt að horfa á ræðu Bliss:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×